Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Árni Sæberg skrifar 20. júní 2025 11:20 Til stóð að rukka 2.500 krónur fyrir hvern farþega í skemmtiferðaskipum sem þessum á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun má sjá dagskrárliðinn Innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er skrifuð fyrir. Höggvið í sama knérunn? Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gerði málið að umræðuefni sínu í fyrirspurn sinni til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, þegar óundirbúinn fyrirspurnartími fór fram í þinginu í morgun. „Nú er hæstvirtur ráðherra ráðherra hafnamála og sá skattur sem hefur verið lagður á skemmtiferðaskip nú þegar hefur haft umtalsverð áhrif. Er verið að höggva enn í sama knérunn með áformum um skattahækkanir frá því sem nú þegar er? Það væri ágætt, í fyrirsjáanleika sveitarfélaga, að það lægi fyrir sem allra fyrst ef áform eru uppi um að þrengja enn að stöðu skemmtiferðaskipa, sem hingað koma, með álagningu annað hvort nýs eða viðbótarinnviðagjalds.“ „Alveg ótrúlegt mál“ Eyjólfur þakkaði Bergþóri fyrir fyrirspurnina og sagði Hönnu Katrínu hafa lagt fram minnisblað um innviðagjald á skemmtiferðaskip og hann hefði tekið til máls á fundinum. „Þetta er mál fyrri ríkisstjórnar, þetta er alveg ótrúlegt mál. Þetta er skattahækkun upp á 2.500 krónur á hvern farþega sem kemur með skemmtiferðaskipi á hvern sólarhring.“ Ef blaðamanni skjátlast ekki spurði Bergþór úr þingsal hvort ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram með þetta mál fyrri ríkisstjórnar. „Nei, við ætlum að endurskoða málið. Það var niðurstaðan og ég hvatti atvinnuvegaráðherra til að endurskoða þessa skattahækkun og tók til máls hvað varðaði það sem leit að hinum dreifðu byggðum sem voru að hefja uppbyggingu sína í kringum skemmtiferðaskip. Þetta er eitt af þessum fortíðarvanda sem við eigum við að glíma. Það er verið að saka okkur um skattahækkanir hér, þetta er mál sem við ætlum að taka vonandi á sem allra fyrst og ég treysti atvinnuvegaráðherra fullkomlega til að gera það,“ svaraði Eyjólfur. Tekið fyrir í næstu viku Eftir að Eyjólfur hafði lokið máli sínu í þinginu í morgun greindi Hanna Katrín frá því á Facebook að hún hefði lagt fram minnisblað um lækkun fyrirhugaðs innviðagjalds á skemmtiferðaskip þar sem það þyrfti að endurskoða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar í þeim efnum. „Þar var einhugur um að endurskoða málið og verður tillaga mín tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í næstu viku. Forsaga málsins er að fyrrverandi ríkisstjórn lagði 2.500kr innviðagjald á skemmtiferðaskip um síðustu áramót og var fyrirvarinn einungis tveir mánuðir. Ég hef alltaf sagt að ferðaþjónustan þarf fyrirsjáanleika í sinni starfsemi og um það er ríkisstjórnin samstíga.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun má sjá dagskrárliðinn Innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er skrifuð fyrir. Höggvið í sama knérunn? Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gerði málið að umræðuefni sínu í fyrirspurn sinni til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, þegar óundirbúinn fyrirspurnartími fór fram í þinginu í morgun. „Nú er hæstvirtur ráðherra ráðherra hafnamála og sá skattur sem hefur verið lagður á skemmtiferðaskip nú þegar hefur haft umtalsverð áhrif. Er verið að höggva enn í sama knérunn með áformum um skattahækkanir frá því sem nú þegar er? Það væri ágætt, í fyrirsjáanleika sveitarfélaga, að það lægi fyrir sem allra fyrst ef áform eru uppi um að þrengja enn að stöðu skemmtiferðaskipa, sem hingað koma, með álagningu annað hvort nýs eða viðbótarinnviðagjalds.“ „Alveg ótrúlegt mál“ Eyjólfur þakkaði Bergþóri fyrir fyrirspurnina og sagði Hönnu Katrínu hafa lagt fram minnisblað um innviðagjald á skemmtiferðaskip og hann hefði tekið til máls á fundinum. „Þetta er mál fyrri ríkisstjórnar, þetta er alveg ótrúlegt mál. Þetta er skattahækkun upp á 2.500 krónur á hvern farþega sem kemur með skemmtiferðaskipi á hvern sólarhring.“ Ef blaðamanni skjátlast ekki spurði Bergþór úr þingsal hvort ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram með þetta mál fyrri ríkisstjórnar. „Nei, við ætlum að endurskoða málið. Það var niðurstaðan og ég hvatti atvinnuvegaráðherra til að endurskoða þessa skattahækkun og tók til máls hvað varðaði það sem leit að hinum dreifðu byggðum sem voru að hefja uppbyggingu sína í kringum skemmtiferðaskip. Þetta er eitt af þessum fortíðarvanda sem við eigum við að glíma. Það er verið að saka okkur um skattahækkanir hér, þetta er mál sem við ætlum að taka vonandi á sem allra fyrst og ég treysti atvinnuvegaráðherra fullkomlega til að gera það,“ svaraði Eyjólfur. Tekið fyrir í næstu viku Eftir að Eyjólfur hafði lokið máli sínu í þinginu í morgun greindi Hanna Katrín frá því á Facebook að hún hefði lagt fram minnisblað um lækkun fyrirhugaðs innviðagjalds á skemmtiferðaskip þar sem það þyrfti að endurskoða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar í þeim efnum. „Þar var einhugur um að endurskoða málið og verður tillaga mín tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í næstu viku. Forsaga málsins er að fyrrverandi ríkisstjórn lagði 2.500kr innviðagjald á skemmtiferðaskip um síðustu áramót og var fyrirvarinn einungis tveir mánuðir. Ég hef alltaf sagt að ferðaþjónustan þarf fyrirsjáanleika í sinni starfsemi og um það er ríkisstjórnin samstíga.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira