Sérstaða Íslendinga í máltækni nýtist í nýrri samnorrænni gervigreindarmiðstöð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 16:07 Lilja Dögg Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Almannaróms. Aðsend Íslenska stofnunin Almannarómur auk fjögurra gervigreindarstofnanna frá Norðurlöndunum hyggjast stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Öll löndin munu deila upplýsingum sem varða framþróun gervigreindar þar sem sérstaða Íslendinga er íslensk máltækni. Almannarómur auk AI Sweden, AI Finland, Digital Dogme í Danmörku og IKT Norge hafa fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni til að stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Starfsfólk miðstöðvarinnar kemur til með að starfa á öllum Norðurlöndum en samhæfing starfseminnar verður í Finnlandi. „Stefnt er að því að útvíkka samstarfssvæði gervigreindarmiðstöðvarinnar og gera hana norrænni-baltneskri miðstöð gervigreindar,“ segir í tilkynningu frá Almannaróm. Gervigreindarmiðstöðin verður formlega stofnuð í október 2025. „Fyrir Ísland er alveg ótrúlega mikilvægt að taka þátt í svona stórum samnorrænum verkefnum. Hugmyndin er að með því að samnýta bæði fólk og starfsemi er hægt að framkvæma verkefni á miklu stærri skala,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, í samtali við fréttastofu. „Við getum bæði lært hvort af öðru, þeir sem taka þátt geta deilt sinni sérþekkingu með öðrum og fengið það sama á móti frá hinum.“ Íslenskan sérstaða Almannaróms Almannarómur sérhæfir sig í máltækni en segir Lilja Dögg Ísland skara fram úr á því sviði. „Almannarómur er miðstöð máltækni svo við erum að koma inn í þetta út frá okkar tungumálavegferð sem hefur verið sérstaða Íslands. Við höfum staðið okkur vel í að styðja við okkar tungumál í tækni og í gervigreind, svo vel að það er sérstaklega tekið eftir því víða um heim.“ Taka má sem dæmi að íslenska er annað tungumál mállíkansins ChatGPT eftir að Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, auk sendinefndar heimsótti höfuðstöðvar gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. „Það er Almannarómur sem fer fyrir hönd Íslands og við leiðum þetta á grundvelli tungumálsins sem auðvitað skiptir okkur máli. Það sem gerir þessa tækni gagnlega er að hún er á okkar máli,“ segir Lilja Dögg. „Máltækni og gervigreind eru að mörgu leiti tvær hliðar á sama peningi og út frá þessu getum við vaxið og styrk okkur á báðum sviðum.“ Starfsfólk Almannaróms er ekki einungis að fara deila sínum upplýsingum heldur fæst tækifæri til að læra af stórum gervigreindarstofnunum á Norðurlöndunum. Einnig verður farið í sameiginleg verkefni, til að mynda verða mótaðar leiðir til að uppfæra gervigreindarfærni almennings, fyrirtækja og stofnana. „Við erum með stórum gervigreindarfyrirtækjum á Norðurlöndunum en hér á Íslandi er í rauninni enn ekki til gervigreindarmiðstöð. Þar getum við á móti sótt og lært af þeim verkefnum sem er í gangi,“ segir hún. Styrkurinn nýtist í fyrstu skrefin Styrkur Norrænu ráðherranefndarinnar er upp á þrjátíu milljón danskar krónur, tæpar sex hundruð milljónir íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil. Logi Einarsson, menningar- og viðskiptaráðherra, og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, eru fulltrúar Íslands í ráðherranefndinni. Lilja Dögg segir að styrkurinn muni nýtast í fyrstu skref miðstöðvarinnar en forsvarsmennirnir koma einnig til með að sækja um alls kyns styrki. „Gervigreindarsetrið er lykilþáttur í að ná markmiði okkar fyrir 2030 um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ segir Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Gervigreind Tækni Svíþjóð Danmörk Finnland Noregur Íslensk tunga Máltækni Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Sjá meira
Almannarómur auk AI Sweden, AI Finland, Digital Dogme í Danmörku og IKT Norge hafa fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni til að stofna norræna-baltneska gervigreindarmiðstöð. Starfsfólk miðstöðvarinnar kemur til með að starfa á öllum Norðurlöndum en samhæfing starfseminnar verður í Finnlandi. „Stefnt er að því að útvíkka samstarfssvæði gervigreindarmiðstöðvarinnar og gera hana norrænni-baltneskri miðstöð gervigreindar,“ segir í tilkynningu frá Almannaróm. Gervigreindarmiðstöðin verður formlega stofnuð í október 2025. „Fyrir Ísland er alveg ótrúlega mikilvægt að taka þátt í svona stórum samnorrænum verkefnum. Hugmyndin er að með því að samnýta bæði fólk og starfsemi er hægt að framkvæma verkefni á miklu stærri skala,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, í samtali við fréttastofu. „Við getum bæði lært hvort af öðru, þeir sem taka þátt geta deilt sinni sérþekkingu með öðrum og fengið það sama á móti frá hinum.“ Íslenskan sérstaða Almannaróms Almannarómur sérhæfir sig í máltækni en segir Lilja Dögg Ísland skara fram úr á því sviði. „Almannarómur er miðstöð máltækni svo við erum að koma inn í þetta út frá okkar tungumálavegferð sem hefur verið sérstaða Íslands. Við höfum staðið okkur vel í að styðja við okkar tungumál í tækni og í gervigreind, svo vel að það er sérstaklega tekið eftir því víða um heim.“ Taka má sem dæmi að íslenska er annað tungumál mállíkansins ChatGPT eftir að Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, auk sendinefndar heimsótti höfuðstöðvar gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. „Það er Almannarómur sem fer fyrir hönd Íslands og við leiðum þetta á grundvelli tungumálsins sem auðvitað skiptir okkur máli. Það sem gerir þessa tækni gagnlega er að hún er á okkar máli,“ segir Lilja Dögg. „Máltækni og gervigreind eru að mörgu leiti tvær hliðar á sama peningi og út frá þessu getum við vaxið og styrk okkur á báðum sviðum.“ Starfsfólk Almannaróms er ekki einungis að fara deila sínum upplýsingum heldur fæst tækifæri til að læra af stórum gervigreindarstofnunum á Norðurlöndunum. Einnig verður farið í sameiginleg verkefni, til að mynda verða mótaðar leiðir til að uppfæra gervigreindarfærni almennings, fyrirtækja og stofnana. „Við erum með stórum gervigreindarfyrirtækjum á Norðurlöndunum en hér á Íslandi er í rauninni enn ekki til gervigreindarmiðstöð. Þar getum við á móti sótt og lært af þeim verkefnum sem er í gangi,“ segir hún. Styrkurinn nýtist í fyrstu skrefin Styrkur Norrænu ráðherranefndarinnar er upp á þrjátíu milljón danskar krónur, tæpar sex hundruð milljónir íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil. Logi Einarsson, menningar- og viðskiptaráðherra, og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, eru fulltrúar Íslands í ráðherranefndinni. Lilja Dögg segir að styrkurinn muni nýtast í fyrstu skref miðstöðvarinnar en forsvarsmennirnir koma einnig til með að sækja um alls kyns styrki. „Gervigreindarsetrið er lykilþáttur í að ná markmiði okkar fyrir 2030 um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ segir Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.
Gervigreind Tækni Svíþjóð Danmörk Finnland Noregur Íslensk tunga Máltækni Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Sjá meira