Innlent

Hættir sem formaður Blaðamannafélagsins

Aran Schram
Aran Schram
Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í félaginu.

„Ég hef verið formaður í tæp fjögur ár, varaformaður í tæp tvö ár, og setið í stjórn félagsins í nærri tíu ár. Mér finnst því tímabært að söðla um," segir Arna í tilkynningu sem hún sendir fjölmiðlum í dag.

„Það er aldrei rétti tíminn til að hætta í starfi sem þessu. Fagið og stéttin stendur á miklum tímamótum og verkefnin eru næg. Samt sem áður tel ég rétt að nýtt fólk taki við og óska ég því velfarnaðar í starfinu framundan."

Aðalfundur félagsins fer fram eftir viku þar sem ný forysta félagsins verður kosin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×