Lífið

Kollywood horfir til Íslands

Tekið upp á Íslandi Stór nöfn í Kollywood voru við tökur á Jökulsárlóni fyrr í sumar.
Tekið upp á Íslandi Stór nöfn í Kollywood voru við tökur á Jökulsárlóni fyrr í sumar.

„Þetta er allt í skoðun en þeir hafa sýnt því áhuga að koma aftur,“ segir Grétar Örvarsson tónlistarmaður.

Grétar var fararstjóri kvikmyndatökuliðs frá Kollywood sem tók upp tónlistar-atriði fyrir kvikmyndir hér á landi fyrr í sumar. Tveir leikaranna sem komu hingað til lands, Suriya og Nayanthara, eru sannkallaðar stórstjörnur á Indlandi. Kvikmyndatökuliðið var ánægt með móttökurnar og fleiri landar þeirra hyggjast fylgja í kjölfarið.

„Þetta eru tvær grúppur sem eru áhugasamar um að koma í ágúst. Þetta gekk það vel síðast að það yrði bara gaman,“ segir Grétar en segir að ekkert sé frágengið ennþá. Kollywood-liðið sem er að íhuga Íslandsför hyggst einnig taka upp tónlistaratriði fyrir kvikmyndir, en slík atriði þykja ómissandi í þessum menningarheimi.

Grétar Örvarsson Fleiri Kollywood-stjörnur mögulega á leiðinni.

Grétar er meira en til í að leiðbeina Indverjunum aftur um tökustaði á Íslandi.

„Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Indverjarnir eru harðduglegir, þeir vinna næstum allan sólarhringinn og gera allt mjög hratt. Einhver myndi kannski segja að þeir væru ekki eins skipulagðir og við eða Þjóðverjar…,“ segir Grétar í léttum tón.

Hann segir að við Íslendingar gætum lært eitt og annað af indversku kvikmyndagerðarmönnunum:

„Þeir eru passasamir með peningana sína. Þeir vilja bara borga rétt verð og helst alltaf fá afslátt. Ég held að við gætum lært mikið af því.“- hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.