Erlent

Símahrekkir óvinsælir í Hvíta húsinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tæplega tvítugur Breti, sem hringdi dauðadrukkinn í Hvíta húsið í maí í fyrra og tilkynnti um sprengju í miðborg New York, slapp naumlega við að sitja inni en hlaut í gær sex mánaða skilorðsdóm og var gert að vinna 250 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Dómarinn las drengnum pistilinn og sagði hugsunarleysi hans og ölæði hafa haft mjög alvarlegar afleiðingar. Símtalið kom frá Sheffield og ýtti símadama í Hvíta húsinu þegar á hnapp sem gerir það að verkum að símtal er rakið. Bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn í samvinnu við hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar og var drengurinn handtekinn í kjölfarið, þá 17 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×