Aðdáendur Ferris Bueller geta gert reyfarakaup Atli Steinn Guðmundsson skrifar 27. maí 2009 08:17 Flott útsýni og stutt í alla þjónustu. Nú er bara að gera tilboð. Nei, það er reyndar ekki Ferrari 250 GT-bifreiðin af árgerð 1961 sem þarna er um að ræða, enda var hún lögð í rúst í myndinni, heldur húsið sem sögupersónan Cameron Frye, vinur Buellers, bjó í ásamt fjölskyldu sinni og föður, sem átti einmitt umrædda bifreið. Þessi stórglæsilega villa er í Highland Park í Illinois og er nú til reiðu fyrir þann sem er tilbúinn að skella tæplega einni og hálfri milljón dollara á borðið. Það eru litlar 190 milljónir króna miðað við stöðu dollarans við lok viðskipta í gær. Húsið er nánast ekkert nema gler og stál og var hannað af James Speyer árið 1953. Flestum, sem farnir voru að stunda kvikmyndahúsin árið 1986, eru í fersku minni tilþrif Matthew Broderick í þessari ágætu gamanmynd og að minnsta kosti jafnmargir minnast stórleiks Jefferys Jones í hlutverki skólastjórans geðstirða, Ed Rooney. Það er því engin furða að fyrirspurnum rigni yfir fasteignasalann Meladee Hughes, sem annast söluna, en áhugasömum kaupendum skal bent á að búið er að skipta um rúðuna sem Ferrari-bifreiðin glæsilega bakkaði gegnum í ógleymanlegu, og mjög sorglegu, atriði. Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fleiri fréttir Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Sjá meira
Nei, það er reyndar ekki Ferrari 250 GT-bifreiðin af árgerð 1961 sem þarna er um að ræða, enda var hún lögð í rúst í myndinni, heldur húsið sem sögupersónan Cameron Frye, vinur Buellers, bjó í ásamt fjölskyldu sinni og föður, sem átti einmitt umrædda bifreið. Þessi stórglæsilega villa er í Highland Park í Illinois og er nú til reiðu fyrir þann sem er tilbúinn að skella tæplega einni og hálfri milljón dollara á borðið. Það eru litlar 190 milljónir króna miðað við stöðu dollarans við lok viðskipta í gær. Húsið er nánast ekkert nema gler og stál og var hannað af James Speyer árið 1953. Flestum, sem farnir voru að stunda kvikmyndahúsin árið 1986, eru í fersku minni tilþrif Matthew Broderick í þessari ágætu gamanmynd og að minnsta kosti jafnmargir minnast stórleiks Jefferys Jones í hlutverki skólastjórans geðstirða, Ed Rooney. Það er því engin furða að fyrirspurnum rigni yfir fasteignasalann Meladee Hughes, sem annast söluna, en áhugasömum kaupendum skal bent á að búið er að skipta um rúðuna sem Ferrari-bifreiðin glæsilega bakkaði gegnum í ógleymanlegu, og mjög sorglegu, atriði.
Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fleiri fréttir Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Sjá meira