Lífið

Hótaði lækni lífláti

Karen mulder 
var á hátindi ferils síns árið 1998 en þá ákvað hún að segja skilið við fyrirsætustörf.
Karen mulder var á hátindi ferils síns árið 1998 en þá ákvað hún að segja skilið við fyrirsætustörf.
Hollenska fyrirsætan Karen Mulder var handtekin í París fyrir stuttu fyrir að hóta lækni lífláti. Fyrir­sætan vildi að lýtalæknir hennar lagfærði aðgerð sem hann hafði gert á henni en læknirinn, sem er kona, neitaði að verða við ósk hennar. Mulder hringdi þá ítrekað í lækninn og hótaði henni lífláti. „Hún öskraði og æpti í símann og var mjög æst. Hún hringdi ítrekað í lækninn, sem var orðin mjög skelkuð,“ var haft eftir einum lögreglumanni sem vann að málinu. Mulder hætti fyrirsætustörfum árið 1998, þá á hátindi ferils síns, og sagði að henni hefði ávallt þótt óþægilegt að láta mynda sig. Árið 2001 brotnaði hún niður í sjónvarpsviðtali þar sem hún sakaði föður sinn um að hafa dáleitt sig sem barn. Hún sagði jafnframt að nafntogað fólk innan tískubransans hefði hana sem kynlífsþræl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.