Innlent

Landsvirkjun gæti orðið ríkinu að falli

Landsvirkjun gæti orðið ríkinu að falli.
Landsvirkjun gæti orðið ríkinu að falli.

Icesave lánið verður gjaldfellt standi ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun eða Byggðastofnun ekki undir greiðslum á erlendum lánum sínum. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins.

Upplýsingarnar komu fram á þingfundi vegna Icesave-samningsins en þar kynntu lögfræðingar Seðlabanka Íslands skýrslu um málið. Skýrslan er sú fyrsta frá Seðlabankanum en ekki var leitað til þeirra við vinnslu og undirbúning að samkomulagi vegna Icesave-samninganna.

Þá kemur fram í skýrslunni lögfræðinganna að ekki sé tekið neitt tillit þeirra fordæmalausu aðstæðna sem íslenskt efnahagslíf gengur í gegnum þessa daganna.

Þingmaður Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson, segir skýrsluna sláandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×