Erlent

Tveir þingmenn veikjast í matarboði fyrir Obama

Edward Kennedy.
Edward Kennedy.

Öldungardeildarþingmennirnir Edward Kennedy og Robert Byrd veiktust í kvöldverðarboði til heiðurs Baracks Obama og varaforseta hans Joe Biden fyrr í kvöld.

Kennedy, sem greindist með heilaæxli í maí síðastliðnum, fékk flog og var fluttur á sjúkrahús. Hann mun þó vera kominn með meðvitund aftur.

Byrd, sem er kominn yfir nírætt, er í fjölmiðlum vestanhafs sagður hafa verið við slæma heilsu í mörg ár. Honum hafi þó nú aðallega verið brugðið að sjá vin sinn Kennedy veikjast. Sjúkralið hafi hlúð að honum, en ekkert annað hafi hrjáð hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×