Lífið

Smiðjurnar tókust vel

bróðir svartúlfs Sigursveit Músíktilrauna tók þátt í hljóðverssmiðju Kraums á dögunum.fréttablaðið/daníel
bróðir svartúlfs Sigursveit Músíktilrauna tók þátt í hljóðverssmiðju Kraums á dögunum.fréttablaðið/daníel

Hljóðverssmiðjur Kraums voru haldnar í fyrsta sinn í hljóðverinu Tankinum á Flateyri, Önundarfirði, fyrir skömmu. Nokkur lög voru kláruð í hljóðverinu og vel heppnað námskeið um upptökur, lagasmíðar og fyrstu skrefin í tónlistarbransanum haldið.

Hljómveitirnar sem tóku þátt í smiðjunum voru Bróðir Svartúlfs, Ljósvaki og The Vintage, sem skipuðu þrjú efstu sætin í Músíktilraunum 2009. Leiðbeinendur voru Mugison, Páll Ragnar Pálsson úr Maus og Önundur Hafsteinn Pálsson, slagverksleikari, upptökumaður og tónlistarkennari á Ísafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.