Lífið

Transformers er tekjuhæsta mynd í sögu Kínverja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Megan Fox fer með aðalhlutverk í Transformers. Mynd/ AFP.
Megan Fox fer með aðalhlutverk í Transformers. Mynd/ AFP.
Kvikmyndin Transformers: Revenge of the Fallen er orðin tekjuhæsta mynd sem sýnd hefur verið í Kína, en tekjurnar af henni nema 59 milljónum bandaríkjadala, eða tæpum 7,5 milljörðum íslenskra króna, eftir því sem fram kemur á fréttavef AFP.

Þar með hefur myndin slegið Titanic-metið frá árinu 1998, en myndin sem skartaði Leonardo DiCaprio og Kate Winslet í aðalhlutverkum halaði þá inn 43 milljónum bandaríkjadala, eða 5,5 milljörðum íslenskra króna.

Transformers er sýnd við töluverðar vinsældir hér á klakanum, en það er meistari Michael Bay sem leikstýrir henni. Hún skartar Megan Fox í einu aðalhlutverkanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.