Innlent

Gylfi: Einokun á mjólkurmarkaði skelfileg

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. Mynd/Anton Brink
Viðskipta- og efnahagsráðherra segir skelfilegt að einokun ríki nú á mjólkurmarkaði. Búvörusamningur gengur framar samkeppnislögum og Samkeppniseftirlitið getur ekki komið í veg fyrir samruna Mjólku, sem hefur verið sjálfstæður framleiðandi, og Kaupfélags Skagfirðinga.

Mjólka, sem hefur verið sjálfstætt félag á mjólkurmarkaði, hefur glímt við rekstrarvanda. Félagið hefur nú runnið inn í Kaupfélag Skagfirðinga. Samkeppniseftirlitið getur ekki komið í veg fyrir samrunann, enda þótt hann teljist samkeppnishamlandi. Það skýrist af því að búvörulög ganga samkeppnislögum framar.

Gylfa Magnússyni, viðskipta- og efnahagsráðherra, líst illa á þetta. Mjólkurvörur séu fimmtungur af matarútgjöldum heimilanna og samkeppnin hafi bæði komið bændum og neytendum vel.

„Það er skelfileg tilhugsun ef að út úr því ferli öllu saman kemur í einhverjum tilfellum að keppinautar renna saman þannig að samkeppni minnkar. Í þessu tilfelli minnkar ekki bara samkeppnin heldur hverfur hún alveg því Mjólka er eini sjálfstæði aðilinn á þessum markaði," segir Gylfi.


Tengdar fréttir

Samkeppniseftirlitið segir einokun ríkja í mjólkuriðnaði

Samruni Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Mjólku er samkeppnishamlandi, en búvörulög koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða. Með samrunanum hefur myndast einokun í mjólkuriðnaði í skjóli búvörulaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×