Innlent

Fritzl, sjóræningjar, Obama og Íslendingar vinsælastir á Guardian

Litla Ísland komst í heimsfréttirnar á síðustu mánuðum liðins árs og ekki af góðu. Þegar fréttamenn breska blaðsins Guardian tóku saman mest lesnu fréttir síðasta árs á vefnum kom í ljós að frétt af falli Íslands var áttunda mest lesna erlenda fréttin þar á bæ.

Í fyrsta sæti var frétt um að Hillary Clinton hefði þegið boð Baracks Obama um að taka sæti í ríkisstjórn hans. Josef Fritzl, níðingurinn í Austurríki sem læsti dóttur sína í kjallara í 24 ár og eignaðist með henni sjö börn var í öðru sæti. Í því þriðja var frétt sem fór víða um að Ísraelar hafi óskað eftir leyfi frá Bandaríkjamönnum fyrir að varpa sprengjum á kjarnorkuver í Íran og fjórða sætið vermdu sómalskir sjóræningjar.

Árásirnar í Mumbai fyrir jól komust einnig á listann og sama er að segja um fréttir af kosningasvindli í Zimbabve. Þær náðu þó ekki fréttinni um Ísland í vinsældum. „The Party's over for Iceland, the island that tried to buy the world", var í áttunda sæti á listanum. Þar lýsir Tracy Mc Veigh ástandinu í Reykjavík á fyrstu dögum bankahrunsins og ræðir við ráðvillta landsmenn um ástandið og horfurnar. Að sjálfsögðu fylgir fréttinni mynd úr Bláa lóninu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×