Innlent

Frístundakortin gjaldgeng á frístundaheimilum

MYND/Pjetur

Borgarráð samþykkti á fundi sem nú stendur yfir að hægt verði að greiða fyrir frístundaheimili við grunnskóla borgarinnar með frístundakortinu. Tillaga þessa efnis var samþykkt í desember í íþrótta- og tómstundaráði og nú hefur borgarráð staðfest hana.

Vinstri græn hafa lengi barist fyrir þessari tilhögun í dag bókaði Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi VG í borgarráði eftirfarandi:

„Vinstri græn hafa allt kjörtímabilið lagt þunga áherslu á að foreldrar fái að nýta frístundakortin til að greiða fyrir frístundaheimili borgarinnar. Frístundaheimilin bjóða upp á afar fjölbreytt og faglegt æskulýðsstarf sem er skýr og góður valkostur fyrir börnin í borginni. Það er því mikið fagnaðarefni að samþykkt skuli hafa verið að frístundaheimilin verði fullgildur aðili að frístundakortinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×