Innlent

Loðnuleit hafin

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt þremur fjölveiðiskipum hefur hafið loðnuleit suður af landinu. Síðan verður haldið vestur fyrir landið, en mikið er í húfi að eitthvað finnist í þessum leiðangri svo hægt sé að gefa út kvóta fyrir vertíðina, sem mátti hefjast um áramótin.

Fyrri leit skilaði svo lélegum árangri að Hafrannsóknarstofnun hefur ekki getað gefið út byrjunarkvóta. Það ríkir því óvissa um vertíðina, en það hefur áður gerst að lítið sem ekkert hafi fundist af loðnu fyrr en liðið er á janúarmánuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×