Enski boltinn

Wigan lagði Hull

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var hart barist í leik Wigan og Hull í dag.
Það var hart barist í leik Wigan og Hull í dag. Nordic Photos/Getty Images

Fyrsta leik dagsins af þremur í enska boltanum í dag er lokið. Wigan lagði Hull, 1-0, á heimavelli sínum. Það var Ben Watson sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok.

Wigan stökk með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar. Hull í þrettánda sætinu sem fyrr.

Nú stendur yfir leikur Man. City og Sunderland þar sem George McCartney hefur fengið að líta rauða spjaldið í liði Sunderland.

Síðar í dag hefst síðan stórleikur dagsins þegar Liverpool tekur á móti Aston Villa.

Staðan í ensku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×