Lífið

Aldrei fleiri sköllóttir á þingi

Karl Berndsen fagnar því mjög að sköllóttir skuli sækja svo mjög í sig veðrið á Alþingi Íslendinga.
Karl Berndsen fagnar því mjög að sköllóttir skuli sækja svo mjög í sig veðrið á Alþingi Íslendinga.

Enginn sköllóttur datt út af þingi í kjölfar kosninga en bættist hins vegar góður liðsauki: Þráinn Bertelsson (O), Þór Saari (O) og Tryggvi Þór Herbertsson (D). Fyrir voru þeir Kristján Möller (S), Jón Bjarnason (Vg), Atli Gíslason (Vg) og Steingrímur J. Sigfússon (Vg). Þessi staðreynd leggst ákaflega vel í förðunarfræðing fræga fólksins, Karl Berndsen, sem sjálfur er sköllóttur og er með sérstakan tískuþátt á Skjáeinum. Fréttablaðið bað hann um að rýna með sér í táknmál tískunnar og Karl segir þetta fyrst og fremst tákn um karlmennsku.

„Skallinn táknar hörku, staðfestu og sjálfsöryggi. Margur maðurinn vill greiða yfir og halda í eitthvað sem ekki verður bjargað. Það þarf karlmennsku til að setjast í stólinn fyrsta sinni og láta raka af restina.“

Karl segir hina sköllóttu menn ekki hafa neitt að fela. Komi til dyranna eins og þeir eru klæddir. „Það er mjög jákvætt að svona margir sköllóttir séu komnir á þing. Þeir koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Karlmenn Íslands eru að stíga fram og búið að skilja litlu slöngulokkadrengina eftir. Þeir sköllóttu eru ekki uppteknir af geltúpunni eins og allir þessir litlu pabbadrengir. Svo eru þessir sköllóttu miklu gáfaðri, vaxa upp úr hárinu því gáfurnar eru svo miklar.“ - jbg

Sköllóttum fjölgar á þingi Alþingi Íslendinga getur nú státað af sjö sköllóttum þingmönnum. Þrír bættust við í nýafstöðnum kosningum.
Tryggvi Þór Herbertsson forstjóri Askar Capital


Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður
Steingrímur J. Sigfússon ©DV / Ljósmyndadeildin / Gunnar V. Andrésson
Kristján Möller þingmaður Samfylkingar
Þráinn Bertelsson Þráinn Bertelsson, útklippt, skera út, dagbók Þráins
x





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.