Hefur ekki séð annað eins klúður á tuttugu ára ferli 9. september 2009 05:30 Aldrei upplifað annað eins Andrew Lockhart hefur unnið í tískubransanum í tuttugu ár. Hann segir tískuvikuna íslensku hafa verið klúður. fréttablaðið/stefán „Þetta hafði alla burði til að verða stórkostlegur viðburður og þetta hefði átt að vera stórkostlegt. Ég var búinn að leggja mikið á mig til að fá hingað fjölmiðlafólk frá ýmsum þekktum tískutímaritum og unga, efnilega hönnuði og þess vegna finnst mér mjög miður að svona skyldi fara,“ segir Andrew Lockhart, einn skipuleggjenda Iceland Fashion Week. Fréttablaðið greindi frá því í gær að allt hefði farið í háaloft á tískuvikunni eftir ósætti milli hönnuða og Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur, stjórnanda hátíðarinnar. Mikið hefur verið fjallað um atburðinn í erlendum fjölmiðlum og segir bandaríski blaðamaðurinn Cator Sparks að hátíðin hafi verið hræðileg. Þess má geta að hinn virti tískubloggari Diane Pernet skrifaði grein um ófagmannlega framkomu Kolbrúnar síðast þegar hátíðin var haldin árið 2005. „Ég hef unnið í tískubransanum í tuttugu ár og hef aldrei orðið vitni að öðru eins. En sem betur fer má segja að úr ösku Iceland Fashion Week hafi risið nýr viðburður sem var skapaður af þeim ungu hönnuðum sem sýndu á Nasa á laugardag,“ segir Lockhart. Nokkrum hönnuðum sýningarinnar þótti nóg komið þegar þeir áttu að sýna á rennvotum palli við afar slæmar aðstæður og ákváðu því að taka ekki þátt í tískusýningunni á ljósanótt á laugardag. „Kolbrún Aðalsteinsdóttir, eigandi hátíðarinnar, vildi alls ekki koma til móts við hönnuðina á nokkurn hátt. Það endaði með því að við færðum sýninguna á Nasa og var það gert í óþökk Kolbrúnar. Mér þótti þetta mjög leitt því ég hef verið vinur Kolbrúnar í mörg ár, en ég varð að taka ákvörðun fyrst og fremst á faglegum forsendum.“ Andrew hefur komið að skipulagningu tískusýningarinnar allt frá árinu 2003 en segir að þetta verði í síðasta sinn sem hann setji nafn sitt við þennan viðburð. „Þetta er í síðasta sinn sem ég mun koma að þessari tískuviku, en ég held ekki að Kolbrún muni gefast upp. Ég held að hún muni halda áfram að vinna að Iceland Fashion Week. Ég fyrir mína parta biðst afsökunar á þessu klúðri og vona innilega að umfjöllun um tískuvikuna í erlendum fjölmiðlum einblíni ekki aðeins á hið neikvæða. Margir lögðu allt sitt undir til að koma til Íslands og fá að vera með og þeir eiga betra skilið en þetta.“ sara@frettabladid.is Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Þetta hafði alla burði til að verða stórkostlegur viðburður og þetta hefði átt að vera stórkostlegt. Ég var búinn að leggja mikið á mig til að fá hingað fjölmiðlafólk frá ýmsum þekktum tískutímaritum og unga, efnilega hönnuði og þess vegna finnst mér mjög miður að svona skyldi fara,“ segir Andrew Lockhart, einn skipuleggjenda Iceland Fashion Week. Fréttablaðið greindi frá því í gær að allt hefði farið í háaloft á tískuvikunni eftir ósætti milli hönnuða og Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur, stjórnanda hátíðarinnar. Mikið hefur verið fjallað um atburðinn í erlendum fjölmiðlum og segir bandaríski blaðamaðurinn Cator Sparks að hátíðin hafi verið hræðileg. Þess má geta að hinn virti tískubloggari Diane Pernet skrifaði grein um ófagmannlega framkomu Kolbrúnar síðast þegar hátíðin var haldin árið 2005. „Ég hef unnið í tískubransanum í tuttugu ár og hef aldrei orðið vitni að öðru eins. En sem betur fer má segja að úr ösku Iceland Fashion Week hafi risið nýr viðburður sem var skapaður af þeim ungu hönnuðum sem sýndu á Nasa á laugardag,“ segir Lockhart. Nokkrum hönnuðum sýningarinnar þótti nóg komið þegar þeir áttu að sýna á rennvotum palli við afar slæmar aðstæður og ákváðu því að taka ekki þátt í tískusýningunni á ljósanótt á laugardag. „Kolbrún Aðalsteinsdóttir, eigandi hátíðarinnar, vildi alls ekki koma til móts við hönnuðina á nokkurn hátt. Það endaði með því að við færðum sýninguna á Nasa og var það gert í óþökk Kolbrúnar. Mér þótti þetta mjög leitt því ég hef verið vinur Kolbrúnar í mörg ár, en ég varð að taka ákvörðun fyrst og fremst á faglegum forsendum.“ Andrew hefur komið að skipulagningu tískusýningarinnar allt frá árinu 2003 en segir að þetta verði í síðasta sinn sem hann setji nafn sitt við þennan viðburð. „Þetta er í síðasta sinn sem ég mun koma að þessari tískuviku, en ég held ekki að Kolbrún muni gefast upp. Ég held að hún muni halda áfram að vinna að Iceland Fashion Week. Ég fyrir mína parta biðst afsökunar á þessu klúðri og vona innilega að umfjöllun um tískuvikuna í erlendum fjölmiðlum einblíni ekki aðeins á hið neikvæða. Margir lögðu allt sitt undir til að koma til Íslands og fá að vera með og þeir eiga betra skilið en þetta.“ sara@frettabladid.is
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira