Enski boltinn

Auð sæti hjá Newcastle á mikilvægasta leik ársins

Shearer og félagar þurfa nauðsynlega að fá þrjú stig í kvöld
Shearer og félagar þurfa nauðsynlega að fá þrjú stig í kvöld Nordic Photos/Getty Images

Newcastle spilar einhvern mikilvægasta leik síðari ára í kvöld þegar liðið tekur á móti Portsmouth á heimavelli sínum.

Alan Shearer hefur þegar biðlað til æstra stuðningsmanna liðsins að verða tólfti maðurinn á vellinum og segir algjört lykilatriði að liðið nái að vinna alla heimaleiki sína sem eftir eru til að eiga veika von um að halda sæti sínu í deildinni.

Bænir hins heittelskaða Shearer virðast þó ekki hafa nægt til að fylla St. James´ Park í kvöld, því Daily Telegraph greinir frá því á vef sínu síðdegis að enn sé fullt af lausum sætum á leikinn í kvöld.

St. James´ Park tekur 52,000 manns í sæti og þó heimaleikir Newcastle séu almennt mjög vel sóttir af heimamönnum, virðaðst einhverjir þeirra vera komnir með nóg af lélegu liði sínu því áhorfendatölur í vetur hafa verið með lakara móti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×