Enski boltinn

Gylfi tryggði Crewe dýrmætt stig á útivelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark í kvöld. Mynd/Stefán

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Crewe 2-2 jafntefli á móti Milton Keynes Dons (áður Wimbledon) á útivelli í ensku C-deildinni í kvöld. Gylfi skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á 82. mínútu.

Bæði mörk Milton Keynes Dons komu á fyrstu 19 mínútunum í leiknum og það stefndi allt í sigur heimaliðsins þar til að Crewe skoraði tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í lok leiksins.

Marsmánuður hefur ekki verið eins góður og febrúar fyrir Crewe-liðið sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum og jafnframt fengið á sig fimm mörk í síðustu tveimur leikjum sínum.

Eftir leik kvöldsins þá er Crewe með 43 stig í 17. sæti ensku C-deildarinnar aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Crewe er með jafnmörg stig og Hartlepool en er með lakari markatölu.

Gylfi Þór hélt því upp á það að í dag var lánsamningur hans frá Reading framlengdur út tímabilið. Gylfi hafði upphaflega komið til Crewe á eins mánaðar lánssamningi.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×