Íslenski boltinn

Rauðu spjöldin i 1. umferð - allir fengu eins leiks bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar reyna hér að loka á Aron Jóhannsson í leik liðanna.
KR-ingar reyna hér að loka á Aron Jóhannsson í leik liðanna. Mynd/Daníel

Allir þrír leikmennirnir sem fengu rauða spjaldið í fyrstu umferð Pepsi-deild karla fá eins leiks bann og verða ekki með liðum sínum í 2. umferðinni. Aga og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag.

FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson tekur bann út á móti Fram en Framliðið verður þá án Joseph Tillen sem fékk rautt spjald á móti ÍBV. Davíð Þór var rekinn útaf eftir 20 mínútur á móti Keflavík.

Fjölnismaðurinn Aron Jóhannsson verður síðan í banni á móti Val en hann fékk rautt spjald í lokin á leik KR og Fjölnis.

Aga og úrskurðarnefnd KSÍ staðfesti rauða spjaldið yfir þessum unga strák þrátt fyrir að flestir hafi verið á því að það hafi verið kolrangt að gefa honum rauða spjaldið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×