Erlent

Vilja taka harðar á netþjófnaði

Tveir ráðherrar
Frederic Mitterand menningarráðherra og Michele Alliot Marie dómsmálaráðherra.
fréttablaðið/AP
Tveir ráðherrar Frederic Mitterand menningarráðherra og Michele Alliot Marie dómsmálaráðherra. fréttablaðið/AP
Franska þingið ræðir nú nýja útgáfu frumvarps að lögum um netþjófnað. Fyrri útgáfa frumvarpsins reyndist brjóta í bága við stjórnarskrá Frakklands.

Í frumvarpinu er mælt fyrir um stighækkandi refsingar fyrir ítrekuð brot.

Þeir, sem grunaðir eru um þjófnað á höfundarréttar­vörðu efni í gegnum Netið, geta átt von á að nettengingum þeirra verði lokað tímabundið, eða sætt sektum og jafnvel fangelsi.

Frumvarpið hefur verið að mjakast í gegnum þingið mánuðum saman og verður líklega ekki afgreitt fyrr en í haust.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×