Erlent

Fulltrúadeildin samþykkti loftslagsfrumvarpið

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Mynd/AP
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær með naumum meirihluta loftslagsfrumvarp sem ætlað er að draga úr loftmengun. Samþykki öldungadeildin einnig frumvarpið þurfa fyrirtæki í orkufrekum iðnaði að draga úr útblæstri gróðurhúslofttegunda um 17% fyrir árið 2020.

Frumvarpið var samþykkt með 219 atkvæðum gegn 212.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, lagði í kosningabaráttu sinni áherslu á nauðsyn þess að draga útblæstri gróðurhúsalofttegunda svo hægt væri að vinna gegn hlýnun jarðar. Obama var afar ánægður með niðurstöðu fulltrúadeildarinnar og sagði hana djarfa enn nauðsynlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×