Erlent

Frjálsir Frakkar koma heim

Frökkunum var haldið í gíslingu í rúma viku.
Frökkunum var haldið í gíslingu í rúma viku. MYND/AP
Herve Moin, varnarmálaráðherra Frakkalands, tók í dag á móti fjórum Frökkum sem franski herinn bjargaði úr klóm sómalskra sjóræningja í gær. Þar á meðal voru ekja og sonur Florent Lemacon sem dó í áhlaupi franska hersins. Tveir sjóræningjar féllu og aðrir þrír voru handsamaðir.

Sjóræningjarnir höfðu haldið fólkinu í gíslingu um borð í snekkju í viku.

Moin sagði að ekki væri hægt að útiloka að Lemacon hafi látist eftir byssuskot fransks hermanns. Aftur á móti sagði hann að áhlaupið hafi verið besti möguleikinn sem stjórnvöld stóðu frammi fyrir. Rannsókn muni leiða í ljós hvað gerðist um borð í snekkjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×