Innlent

Sjö mánaða fangelsi fyrir innbrot í Kópavogsnesti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd/ Arnþór.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd/ Arnþór.
Þrítugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í sjö mánaða langt fangelsi fyrir að hafa þann 25. september í fyrra brotist, í félagi við 26 ára gamla stúlku, inn í Kópavogsnesti á Nýbýlavegi. Þaðan stálu þau sjóðsvél sem hafði að geyma að minnsta kosti 25. þúsund krónur í reiðufé. Jafnframt stal parið 6 vindlingalengjum.

Maðurinn játaði brot sín, en hann var á reynslulausn þegar brotið var framið. Konan sem var með manninum hlaut skilorðsbundinn dóm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×