Lífið

Sjálfshæðið flipp um Ísland

Helgi Jean Claessen og Hjálmar Jóhannsson hafa sett grínmyndband inn á Youtube.
Helgi Jean Claessen og Hjálmar Jóhannsson hafa sett grínmyndband inn á Youtube. Mynd/GVA

Félagarnir Helgi Jean Claessen og Hjálmar Jóhannsson hafa sett grínmyndband inn á síðuna Youtube þar sem þeir rappa á útlensku fyrir Íslands hönd. Lagið nefnist Ice Ice Iceland: You Can"t Mess With Iceland og umfjöllunarefnið er kreppan á Íslandi og ýmsar ranghugmyndir tengdar henni erlendis.

„Það er búin að vera öll þessi umræða í gangi um Ísland á erlendri grundu um að við séum versta land í heimi,“ segir Helgi. „Við vorum búin að vera á toppnum en síðan vorum við bara orðnir heimsþekktir fátæklingar. Við höfum verið máluð svo svörtum litum þannig að við vildum senda skilaboð út til þjóðanna í sjálfshæðnu flippi.“

Á meðal þeirra sem koma við sögu í laginu eru Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Björk og handboltalandsliðið. „Við erum aðeins að bíta frá okkur. Fólk hélt að við myndum þurfa að búa í snjóhúsum og að við værum verst setta þjóðin, orðin að hálfgerðu Afríkuríki,“ segir hann.

Alls hafa um átta þúsund manns séð síðasta myndband Helga og Hjálmars þar sem þeir gerðu grín að frægum Kompás-þætti um handrukkara. Vonast þeir til að aðsóknin að nýja myndbandinu verði ekki síðri, enda sjálft stolt þjóðarinnar í húfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.