Erlent

Stærsta landhernaðaraðgerð í Afganistan í 20 ár

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hópur bandarískra hermanna leggur á ráðin fyrir aðgerðina.
Hópur bandarískra hermanna leggur á ráðin fyrir aðgerðina. MYND/Getty Images

Þúsundir bandarískra hermanna réðust til atlögu við talibana í Helmand-héraðinu í Afganistan í morgun. Ætlun Bandaríkjamanna er að höggva verulegt skarð í raðir talibana áður en Afganar ganga að kjörborðinu í forsetakosningum í ágúst. Þannig muni talibanar missa töglin og hagldirnar í bæjum á svæðinu fyrir kosningarnar. Ekki hefur slegið í brýnu enn sem komið er en búast má við hörðum bardögum á hverri stundu. Talibanar hafa löngum verið sterkir í Helmand-dalnum og náð að verjast hersveitum NATO árum saman. Um er að ræða stærstu hernaðaraðgerð í Afganistan síðan Sovétmenn voru þar á ferð fyrir 20 árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×