Erlent

Norðmenn dæmdir til dauða

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Forsíða vefmiðilsins Aftenposten í dag.
Forsíða vefmiðilsins Aftenposten í dag.
Herdómstóll í Austur-Kongó dæmdi í dag tvo Norðmenn til dauða fyrir morð, njósnir og vopnasmygl. Um er að ræða tvo karlmenn, 27 og 28 ára, sem hafa verið haldi yfirvalda frá því í maí eftir að bílstjóri þeirra fannst látinn í höfuðborginni, Kinshasa. Þá eru norsk stjórnvöld krafinn um 60 milljónir dollara vegna málsins.

Mennirnir hafa báðir hlotið þjálfun í norska hernum en ekki er vitað nákvæmlega hvað þeir voru að gera í Austur-Kongó. Annars þeirra hefur undanfarin ár verið búsettur í Úganda og sinnt öryggismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×