Innlent

5000 flugsæti á rýmingarsölu Iceland Express

Í ljósi núverandi efnahagsástands hefur Iceland Express ákveðið að efna til rýmingarsölu á 5000 flugsætum í janúar og febrúar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að útsalan standi yfir í 12 klukkustundir, frá kl. 12 á hádegi til miðnættis.

„Um er að ræða 5000 flugsæti og ferðatímabilið er frá 16. Janúar til 28. Febrúar. Fargjaldið fyrir þessi sæti verður mjög lágt. Frá 1.270 kr hvora leið (6.995 kr með sköttum og gjöldum). Flugleiðirnar sem í boði eru, eru á milli Keflavíkur og Lundúna, Kaupmannahafnar, Varsjár og Berlínar," segir einnig.

Í ljósi reynslunnar, sem sýnir að mikið kapphlaup myndast strax og strax og opnað er fyrir söluna, er fólk hvatt til að sýna þolinmæði ef bókunarvefurinn er hægur. „Búið er að auka við sérstaklega við bandvíddina, til að tryggja að vefþjónar félagsins þoli álagið."

Sjá nánar á icelandexpress.is












Fleiri fréttir

Sjá meira


×