Palestína fær aukna stjórn á Vesturbakka 26. júní 2009 05:00 Ungur drengur seldi flugdreka við aðskilnaðarmúr Ísraela á milli Ramallah og Jerúsalem í gær, á sama tíma og tilkynnt var að palestínskar öryggissveitir myndu taka yfir öryggisgæslu í borgunum og tveimur öðrum borgum á Vesturbakkanum. Mynd/AP Ísraelskar hersveitir munu minnka viðveru sína og fækka hermönnum í borgunum Kalkíla, Ramallah, Betlehem og Jeríkó á Vesturbakkanum. Palestínskar öryggissveitir munu taka við stjórninni. Greint var frá þessu í gær. Bandaríkin hafa þjálfað þúsundir hermanna á Vesturbakkanum til að undirbúa stofnun palestínsks ríkis. Geta Palestínumanna til að halda uppi lögum og reglu er mikilvægur þáttur í friðarviðræðum, því Ísraelar vilja vera þess fullvissir að palestínskt ríki muni ekki ógna öryggi Ísraels. Talið er að Ísraelar hafi fallist á þetta vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Degi fyrr hafði fundi Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og George Mitchell, erindreka Bandaríkjanna, sem átti að fara fram í París, verið aflýst. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur krafist þess að Ísraelar hætti að byggja á landtökusvæðum á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem, en Netanyahu hefur sagst vilja halda áfram „eðlilegri uppbyggingu“ á svæðunum. Annað merki um árangur þrýstings frá Bandaríkjunum er að nýlega voru hundruð ísraelskra vegatálma tekin niður. Khaled Meshaal, pólitískur leiðtogi Hamas-samtakanna, kallaði eftir því í gær að Bandaríkin spiluðu stærra hlutverk í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann sagði Obama hafa tekið fyrsta skrefið í rétta átt en nauðsynlegt væri að Ísraelar afhentu landtökusvæðin sem fyrst, ef Palestína ætti að styðja við friðarsamning. Meshaal er í útlegð í Sýrlandi. Í gær voru þrjú ár liðin frá því að palestínskir skæruliðar tengdir Hamas-samtökunum rændu nítján ára gömlum ísraelskum hermanni á Gasasvæðinu. Hermaðurinn Gilad Schalit hefur ekki sést síðan og Rauða krossinum hefur verið meinað að hitta hann. Hamas-samtökin hafa á þremur árum sýnt tvær myndbandsupptökur af honum og borið bréf á milli hans og fjölskyldu hans. Fjölskyldan segir þó að ekkert hafi heyrst frá honum síðasta árið. Samningaviðræður milli Ísraels og Hamas vegna hermannsins hafa runnið út í sandinn, en Hamas-liðar krefjast þess að hundruð palestínskra fanga verði látin laus í skiptum fyrir hermanninn. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Ísraelskar hersveitir munu minnka viðveru sína og fækka hermönnum í borgunum Kalkíla, Ramallah, Betlehem og Jeríkó á Vesturbakkanum. Palestínskar öryggissveitir munu taka við stjórninni. Greint var frá þessu í gær. Bandaríkin hafa þjálfað þúsundir hermanna á Vesturbakkanum til að undirbúa stofnun palestínsks ríkis. Geta Palestínumanna til að halda uppi lögum og reglu er mikilvægur þáttur í friðarviðræðum, því Ísraelar vilja vera þess fullvissir að palestínskt ríki muni ekki ógna öryggi Ísraels. Talið er að Ísraelar hafi fallist á þetta vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Degi fyrr hafði fundi Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og George Mitchell, erindreka Bandaríkjanna, sem átti að fara fram í París, verið aflýst. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur krafist þess að Ísraelar hætti að byggja á landtökusvæðum á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem, en Netanyahu hefur sagst vilja halda áfram „eðlilegri uppbyggingu“ á svæðunum. Annað merki um árangur þrýstings frá Bandaríkjunum er að nýlega voru hundruð ísraelskra vegatálma tekin niður. Khaled Meshaal, pólitískur leiðtogi Hamas-samtakanna, kallaði eftir því í gær að Bandaríkin spiluðu stærra hlutverk í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann sagði Obama hafa tekið fyrsta skrefið í rétta átt en nauðsynlegt væri að Ísraelar afhentu landtökusvæðin sem fyrst, ef Palestína ætti að styðja við friðarsamning. Meshaal er í útlegð í Sýrlandi. Í gær voru þrjú ár liðin frá því að palestínskir skæruliðar tengdir Hamas-samtökunum rændu nítján ára gömlum ísraelskum hermanni á Gasasvæðinu. Hermaðurinn Gilad Schalit hefur ekki sést síðan og Rauða krossinum hefur verið meinað að hitta hann. Hamas-samtökin hafa á þremur árum sýnt tvær myndbandsupptökur af honum og borið bréf á milli hans og fjölskyldu hans. Fjölskyldan segir þó að ekkert hafi heyrst frá honum síðasta árið. Samningaviðræður milli Ísraels og Hamas vegna hermannsins hafa runnið út í sandinn, en Hamas-liðar krefjast þess að hundruð palestínskra fanga verði látin laus í skiptum fyrir hermanninn.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira