Innlent

Útvarpsgjaldið innheimt með nýjum hætti í næsta mánuði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín segir að vilji hafi staðið til þess að dreifa greiðslunum af útvarpsgjaldinu. Mynd/ Anton Brink.
Katrín segir að vilji hafi staðið til þess að dreifa greiðslunum af útvarpsgjaldinu. Mynd/ Anton Brink.
Um næstu mánaðamót munu allir skattskyldir einstaklingar fá sendan innheimtuseðil vegna útvarpsgjaldsins í fyrsta skipti, samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið sem samþykkt voru árið 2007. Áður höfðu eigendur sjónvarpstækja og útvarpstækja greidd af hendi útvarpsgjöldin.

Gjaldið er rúmar 17 þúsund krónur sem fólk hefði að óbreyttu átt að greiðast allt um næstu mánaðamót. Vegna efnahagsástandsins og breytinga á lífskjörum fólks var hins vegar ákveðið að fjölga gjalddögum úr einum í þrjá. „Þetta er bara hugsað til þess að dreifa þessum greiðslum. Þetta er nýtt gjald og það munar um þessa upphæð," segir Katrín Jakobsdóttir, aðspurð um ástæður þessara breytinga.

Menntamálaráðherra upphaflega gert ráð fyrir að breytingarnar fælu í sér að auk 1. ágúst yrðu gjalddagar þann 1. október og 1. desember en menntamálanefnd Alþingis leggur til að gjalddagarnir verði 1. september og 1. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×