Erlent

Viðbygging við Hvíta húsið

Óli Tynes skrifar
Stutt inn til pabba.
Stutt inn til pabba. MYND/AP

Þess eru farin að sjást merki að það eru komin ung börn í Hvíta húsið. Dætur forsetahjónanna þær Natasha og Malia eru átta og ellefu ára gamlar. Fyrir þær hefur verið sett upp viðbygging við hvíta húsið.

Þetta virðist vera einskonar sambland af tréhúsi, sjóræningjaskipi og róluvelli. Þar geta telpurnar leikið sér undir eftirliti þrælvopnaðra lífvarða.

Barnahúsið er rétt utan við gluggann á skrifstofu forsetans (Oval office). Ef heimsmálin hvíla þungt á honum getur hann sótt sér hugarró um stund með því að fylgjast með ærslum áhyggjulausra dætra sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×