Fótbolti

Eiður á bekknum hjá Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári fagnar marki sínu í vikunni.
Eiður Smári fagnar marki sínu í vikunni. Nordic Photos / AFP

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona þrátt fyrir að hann skorað sigurmark Börsunga í bikarleiknum gegn Atletico Madrid í vikunni.

Það eru þeir Yaya Toure, Xavi og Seydou Keita sem leika á miðjunni í dag en í fremstu víglínu eru þeir Lionel Messi, Samuel Eto'o og Thierry Henry.

Barcelona leikur í dag gegn Deportivo sem er í sjöunda sæti deildarinnar en leikurinn hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.

Barcelona er á toppi deildarinnar með tólf stiga forystu á Real Madrid og Sevilla.

Andrés Iniesta, sem lagði upp markið fyrir Eið Smára, er einnig á bekknum í dag sem og þeir Bojan krkic, Alexander Hleb, Sylvinho og Rafael Marquez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×