Lífið

Mary J. Blige í Idolinu

Bandaríska söngkonan Mary J. Blige verður gestadómari í American Idol þegar áheyrnarprufur fara fram í borginni Atlanta.

Gestadómarar hafa verið fengnir til að fylla skarð Paulu Abdul en henni var boðin nýr samningur sem dómari í þáttaröðinni. Meðal þeirra eru Katy Perry og Victoria Beckham.

Fastlega er búist við því að Victoriu verði boðið fast sæti við dómaraborðið en það ræðst meðal annars af því hversu vel hún fellur í kramið hjá áhorfendum sem gestadómari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.