Innlent

Saka utanríkisráðherra um að stinga landbúnaðarskýrslu undir stól

Heimir Már Pétursson skrifar
Össur Skarphéðinsson er sakaður um að leyna skýrslu um landbúnaðarmál. Mynd/ GVA.
Össur Skarphéðinsson er sakaður um að leyna skýrslu um landbúnaðarmál. Mynd/ GVA.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu utanríkisráðherra í morgun um að stinga skýrslu um stöðu landbúnaðarins við inngöngu í Evrópusambandið undir stól. Skýrslan verður afhent þingmönnum í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í hádeginu.

Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði skýrslu sem Hagfræðistofnun á að hafa samið fyrir utanríkisráðuneytið um stöðu íslensks landbúnaðar að umtalsefni á Alþingi í morgun. Einar sagði að fram hafi komið í gær að þessi skýrsla hefði verið til frá því í apríl en ekki borist sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna og formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis segir að honum hafi ekki verið kunnugt um drög að þessari skýrslu fyrr en í morgun.

Ragnhildur E. Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði skrýtið að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra töluðu ekki saman um mál eins og þessi.

Höskuldur Þórhallson þingmaður Framsóknarflokksins sagði þetta ekki í fyrsta skipti sem gögnum væri haldið frá þinginu.

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði að auðvitað hlytu allir að vera sammála um að Alþingi ætti að fá aðgang að þessari skýrslu.

Sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd fundar í hádeginu og verður umræddri skýrslu dreift þar og kynnt þingmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×