Lífið

Fyrsta íslenska rómantíska þáttaröðin hefst á morgun

Ilmur Kristjánsdóttir leikur unga konu sem ræður sig til vinnu hjá fjármálafyrirtæki þar sem allt er auðvitað að gerast en um leið ekki neitt í rómantísku þáttaröðinni „Ástríður" sem hefst á Stöð 2 annaðkvöld klukkan 20:55.

Ástríður er ný og spennandi leikin gamanþáttaröð, full af rómantík og drama og með stórskemmtilegri skírskotun í íslenskan veruleika rétt fyrir hrun.

Auk Ilmar fara með stórhlutverk í Ástríði þau: Kjartan Guðjónsson, Friðrik Friðriksson, Rúnar Freyr Gíslason, Þórir Sæmundsson, Þóra Karítas Árnadóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.