Fyrrum varaþingmaður vill verða þingmaður 5. febrúar 2009 12:23 Hlynur Hallsson Myndlistarmaðurinn og fyrrum varaþingmaðurinn Hlynur Hallsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs í Norðaustur-kjördæmi sem fram fer fyrir Alþingiskosningarnar í vor og sækist hann eftir því að skipa 1.-3. sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hlyni. Þar segir ennfremur að komandi þingkosningar séu líklega þær mikilvægustu í sögu Lýðveldisins. Hlynur segist vilja leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að að hugsjónir Vinstri grænna um aukið lýðræði, jöfnuð, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstæða utanríkisstefnu nái fram að ganga. „Á síðustu árum hef ég tekið virkan þátt í starfi fyrir Vinstri græn, tók fimm sinnum sæti á Alþingi sem varamaður á árunum 2003-2007. Þar lagð ég meðal annars fram frumvarp um að kosningaaldur verði 16 ár eins gert hefur verið í nokkrum löndum Evrópu og gefist vel um leið og aukin fræðsla um lýðræði verði veitt í grunn- og framhaldsskólum. Einnig lagði ég fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiða-gangna, beitti mér fyrir auknum framlögum til Háskólans á Akureyri og til menntamála almennt. Talaði fyrir lengingu flugvallarins á Akureyri og beinu millilandaflugi og bættri aðstöðu fyrir ferðamenn á Egilsstöðum og Seyðisfirði sem og að bæta aðstöðu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi. Umhverfismál, atvinnumál, menningarmál, beint lýðræði og byggðamál eru mér afar hugleikin. Ég er kvæntur Kristínu Þóru Kjartansdóttur félags- og sagnfræðingi og við eigum fjögur börn. Við fluttum aftur til Akureyrar árið 2001 eftir átta ára búsetu í Þýskalandi. Ég fæddist á Akureyri árið 1968, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og vann sem leiðbeinandi og á leikskóla, í byggingarvinnu og einnig við Ríkisútvarpið á Akureyri og á Rás 2. Stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi. Ég hef kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri og unnið við sýningarstjórn en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistamaður. Í starfi mínu hef ég öðlast víðtæka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín að verulegu leiti um samskipti. Ég er formaður Myndlistarfélagsins og sit í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (cia.is) og hef einnig unnið að uppbyggingu Verksmiðjunnar, menningarmiðstöðvar á Hjalteyri. Ég var formaður svæðisfélags Vg á Akureyri frá 2002 - 2004, kosningastjóri Vinstri grænna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2006 og sit nú í stjórn Vg og er formaður kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis." Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Myndlistarmaðurinn og fyrrum varaþingmaðurinn Hlynur Hallsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs í Norðaustur-kjördæmi sem fram fer fyrir Alþingiskosningarnar í vor og sækist hann eftir því að skipa 1.-3. sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hlyni. Þar segir ennfremur að komandi þingkosningar séu líklega þær mikilvægustu í sögu Lýðveldisins. Hlynur segist vilja leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að að hugsjónir Vinstri grænna um aukið lýðræði, jöfnuð, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstæða utanríkisstefnu nái fram að ganga. „Á síðustu árum hef ég tekið virkan þátt í starfi fyrir Vinstri græn, tók fimm sinnum sæti á Alþingi sem varamaður á árunum 2003-2007. Þar lagð ég meðal annars fram frumvarp um að kosningaaldur verði 16 ár eins gert hefur verið í nokkrum löndum Evrópu og gefist vel um leið og aukin fræðsla um lýðræði verði veitt í grunn- og framhaldsskólum. Einnig lagði ég fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiða-gangna, beitti mér fyrir auknum framlögum til Háskólans á Akureyri og til menntamála almennt. Talaði fyrir lengingu flugvallarins á Akureyri og beinu millilandaflugi og bættri aðstöðu fyrir ferðamenn á Egilsstöðum og Seyðisfirði sem og að bæta aðstöðu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi. Umhverfismál, atvinnumál, menningarmál, beint lýðræði og byggðamál eru mér afar hugleikin. Ég er kvæntur Kristínu Þóru Kjartansdóttur félags- og sagnfræðingi og við eigum fjögur börn. Við fluttum aftur til Akureyrar árið 2001 eftir átta ára búsetu í Þýskalandi. Ég fæddist á Akureyri árið 1968, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og vann sem leiðbeinandi og á leikskóla, í byggingarvinnu og einnig við Ríkisútvarpið á Akureyri og á Rás 2. Stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi. Ég hef kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri og unnið við sýningarstjórn en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistamaður. Í starfi mínu hef ég öðlast víðtæka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín að verulegu leiti um samskipti. Ég er formaður Myndlistarfélagsins og sit í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (cia.is) og hef einnig unnið að uppbyggingu Verksmiðjunnar, menningarmiðstöðvar á Hjalteyri. Ég var formaður svæðisfélags Vg á Akureyri frá 2002 - 2004, kosningastjóri Vinstri grænna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2006 og sit nú í stjórn Vg og er formaður kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis."
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira