Innlent

Lítill sómi í því að gera Óskar að staðgengli Hönnu Birnu

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segir að virðingu borgarstjóraembættisins sé lítill sómi sýndur með því að gera Óskar Bergsson, formann borgarráðs, að staðgengli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, forfallist hún á fundi borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar meirihlutans lögðu það til á fundi borgarráðs enda sé formaður borgarráðs alla jafna pólitískur staðgengill borgarstjóra.

Í dag er Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, embættislegur staðgengill borgarstjóra.

Vill ekki frekari framsóknarvæðingu

Ólafur mótmælti harðlega fyrirætlunum Sjálfstæðisflokksins. „Nú þegar er það látið viðgangast að minnsta framboðið í borginni eigi tvo fulltrúa í öllum fastanefndum borgarinnar. Ég vil ekki una frekari framsóknarvæðingu í borginni af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þar er verið að þjóna samstarfsflokki í borginni á kostnað faglegra og vandaðra vinnubragða í Borgarstjórn Reykjavíkur."

Jafnframt sagði Ólafur að Óskar hafi staðið illa að málum og sýnt óviðunandi framkomu, jafnt í borgarráði og borgarstjórn á kjörtímabilinu.

Ákvæðið lagt til í tíð Tjarnarkvartettsins

Í bókun meirihlutan segir að ákvæðið um pólitískan staðgengil borgarstjóra á borgarstjórnarfundum sé ekki nýtt. Það hafi kom inn í samþykktir borgarinnar í desember 2007 í tíð þáverandi meirihluta sem meðal annars hafi verið studdur af Ólafi.

Ólafur sagði svo ekki vera enda hafi hann verið í fjarvistarleyfi frá borgarstjórn á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×