Lífið

Jackson gengur aftur

Draugurinn jackson
Draugurinn jackson

Aðdáendur poppgoðsins Michael Jackson eru sannfærðir um að söngvarinn hafi gengið aftur og birst þeim í sjónvarpsþætti sem var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN. Þátturinn ber nafnið „Inside Neverland" og í honum spjallar þáttastjórnandinn Larry King við Jermaine, bróður Jacksons.

Í þættinum sést hvar svartur skuggi líður þvert yfir eitt herbergið, en hvorki þáttastjórnandinn né tökumaður urðu varir við skuggann meðan á tökum stóð. Það var ekki fyrr en myndbrotið birtist á netinu að aðdáandi Jacksons tók eftir skugganum og síðan þá hefur myndbrotið farið eins og eldur um sinu á netinu. Margir virðast halda að skugginn sé poppgoðið endurgengið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.