Líkt og í Full Metal Jacket 17. júlí 2009 06:00 Úr hagfræði í herinn Þráinn lagði ýmislegt á sig til að komast í norskan herskóla. Fréttablaðið/Stefán Þráinn Halldór Halldórsson er nýkominn heim úr inntökuprófum í Norska herskólanum. Hann líkir reynslunni við Full Metal Jacket. Hann hefur nám við herskólann 5. ágúst. 4500 sóttu um en í ár komust 711 inn í skólann. Þráinn, sem er 21 árs, á ár eftir í hagfræði við Háskóla Íslands og starfar hjá Landsbankanum. Þá hefur hann unnið við Alþjóðlega kvikmyndahátíð og kvikmyndir.is. Þráinn segir áhugann hafa kviknað í herþjálfun hjá Heilsu-akademíunni og seinna í Boot Camp. „Einn kunningi minn fór í inntökuprófin til að sjá hvernig þetta væri. Þá sá maður að þetta var raunhæfur möguleiki." Þráinn sendi inn umsókn í apríl með hjálp norska sendiráðsins og utanríkisráðuneytisins. Hann var í kjölfarið tekinn inn í tvö ár. „Fyrsta hálfa árið fer í að læra hvernig á að meðhöndla vopnin og allt það sem viðkemur því að vera hermaður. Ég verð þarna í Norður-Noregi í talsverðum kulda. Eftir jól fer ég í aðeins meira bóklegt nám." Að því loknu vinnur hann hjá hernum í ár. „Ég loka ekki á áframhaldandi feril hjá þeim, en ég byrja á þessu allavega." Inntökuprófin tóku þrjár vikur og reyndu talsvert á. „Fyrsta vikan einkennist af líkamlegum prófum, viðtölum og læknisskoðunum. Þú vaknar klukkan hálf sex á morgnana og þrífur herbergið þitt. Eftir klukkutíma athuga þeir hvort það er nógu vel þrifið og hvort þú sért búinn að raka þig nógu vel. Síðan færðu korter til að smyrja þér morgunmat og hádegismat. Þá er farið af stað í æfingar, allt frá marseringum yfir í það hvernig á að meðhöndla beinbrot úti í skógi. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast næst." Aðra vikuna eru þeir svo sendir út í skóg að leysa ýmis verkefni. „Það er óhætt að segja að það er nokkuð mikið líkamlegt og andlegt álag þar. Af þessum sjö nóttum sem ég var þarna voru fjórar þar sem maður svaf ekkert, hinar svaf maður í mesta lagi tvo klukkutíma." Þriðja vikan er svo svipuð þeirri fyrstu, en gengið er frá öllum búnaði. Er þetta eins og í bíó? „Já, þú ert sendur í liðhlaup og látinn klifra yfir veggi og allt. Þrautirnar í Full Metal Jacket eru svipaðar þessu." Þráinn á hvorki börn né konu. „Það er voða lítið sem heldur mér hér." En hvað segir fjölskyldan? „Föður mínum finnst þetta mjög spennandi en mamma er kannski ekki alveg jafn sátt. En jú, ég mæti mjög miklum stuðningi." kbs@frettabladid.is Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Þráinn Halldór Halldórsson er nýkominn heim úr inntökuprófum í Norska herskólanum. Hann líkir reynslunni við Full Metal Jacket. Hann hefur nám við herskólann 5. ágúst. 4500 sóttu um en í ár komust 711 inn í skólann. Þráinn, sem er 21 árs, á ár eftir í hagfræði við Háskóla Íslands og starfar hjá Landsbankanum. Þá hefur hann unnið við Alþjóðlega kvikmyndahátíð og kvikmyndir.is. Þráinn segir áhugann hafa kviknað í herþjálfun hjá Heilsu-akademíunni og seinna í Boot Camp. „Einn kunningi minn fór í inntökuprófin til að sjá hvernig þetta væri. Þá sá maður að þetta var raunhæfur möguleiki." Þráinn sendi inn umsókn í apríl með hjálp norska sendiráðsins og utanríkisráðuneytisins. Hann var í kjölfarið tekinn inn í tvö ár. „Fyrsta hálfa árið fer í að læra hvernig á að meðhöndla vopnin og allt það sem viðkemur því að vera hermaður. Ég verð þarna í Norður-Noregi í talsverðum kulda. Eftir jól fer ég í aðeins meira bóklegt nám." Að því loknu vinnur hann hjá hernum í ár. „Ég loka ekki á áframhaldandi feril hjá þeim, en ég byrja á þessu allavega." Inntökuprófin tóku þrjár vikur og reyndu talsvert á. „Fyrsta vikan einkennist af líkamlegum prófum, viðtölum og læknisskoðunum. Þú vaknar klukkan hálf sex á morgnana og þrífur herbergið þitt. Eftir klukkutíma athuga þeir hvort það er nógu vel þrifið og hvort þú sért búinn að raka þig nógu vel. Síðan færðu korter til að smyrja þér morgunmat og hádegismat. Þá er farið af stað í æfingar, allt frá marseringum yfir í það hvernig á að meðhöndla beinbrot úti í skógi. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast næst." Aðra vikuna eru þeir svo sendir út í skóg að leysa ýmis verkefni. „Það er óhætt að segja að það er nokkuð mikið líkamlegt og andlegt álag þar. Af þessum sjö nóttum sem ég var þarna voru fjórar þar sem maður svaf ekkert, hinar svaf maður í mesta lagi tvo klukkutíma." Þriðja vikan er svo svipuð þeirri fyrstu, en gengið er frá öllum búnaði. Er þetta eins og í bíó? „Já, þú ert sendur í liðhlaup og látinn klifra yfir veggi og allt. Þrautirnar í Full Metal Jacket eru svipaðar þessu." Þráinn á hvorki börn né konu. „Það er voða lítið sem heldur mér hér." En hvað segir fjölskyldan? „Föður mínum finnst þetta mjög spennandi en mamma er kannski ekki alveg jafn sátt. En jú, ég mæti mjög miklum stuðningi." kbs@frettabladid.is
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira