Erlent

Allt bendir til þess að stjórnin haldi velli í Noregi

Jens Stoltenberg.
Jens Stoltenberg.

Nýjustu skoðanakannanir í Noregi benda til þess að þriggja flokka samsteypustjórn Jens Stoltenbergs fái þægilegan meirihluta á Stórþinginu en þingkosningar fara fram í landinu í dag.

Þrír flokkar mynda hina rauð-grænu ríkisstjórn Noregs. Það eru Verkamannaflokkurinn sem Jens Stoltenberg leiðir og Sósialiski vinstriflokkurinn og Miðflokkurinn.

Fjórir hægriflokkar eru svo í stjórnarandstöðu. Kosningar til Stórþingsins hófust í gær og lýkur í kvöld. Lengi framanaf bentu skoðanakannanir til þess að ríkisstjórnin félli, en hún hefur braggast á síðustu metrunum.

Það er einkum rakið til persónulegra vinsælda Stoltenbergs. Hann er sá maður sem Norðmenn vilja helst fá sem forsætisráðherra hvar í flokki sem þeir standa.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum sem birtar voru í dag fengi ríkisstjórnin áttatíu og átta þingsæti. Á norska Stórþinginu sitja 169 þingmenn. Ríkisstjórnin fengi samkvæmt því átta sæta meirihluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×