Innlent

Enn er þoka á Hellisheiði

Enn er þoka á Hellisheiði en vegir eru víðast hvar auðir á Suðurlandi. Þó eru sumstaðar hálkublettir á útvegum og raunar er flughált er á Grafningsvegi.

Á Vesturlandi eru vegir að mestu auðir en þó eru hálkublettir á nokkrum leiðum. Á Vestfjörðum er hálka á Hálfdán og eins á Steingrímsfjaðrðarheiði og í Ísafjarðardjúpi en annarsstaðar er mikið orðið autt.

Hringvegurinn er auður í Húnavatnssýslum en hálka er á útvegum. Talsverð hálka er í Skagafirði og flughált á Lágheiði.

Á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka. Flughált er í Þistilfirði og á Hálsum. Einnig á Vatnsskarði eystra og Borgarfjarðarvegi.

Á Suðausturlandi er mikið autt en þó eru hálkublettir frá Höfn vestur á Skeiðarársand.




Tengdar fréttir

Varað við flughálku

Vegagerðin varar við flughálku á Vatnskarði, Sauðárkróksbraut og upp Norðurárdal. Vegfarendur eru beðnir um að fara sérstaklega varlega. Hálka og hálkublettir eru víðsvegar um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×