Fótbolti

Ísland með tveggja marka forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm

Ísland er með 2-0 forystu í vináttulandsleik gegn Liechtenstein sem nú fer fram á La Manga á Spáni. Síðari hálfleikur er nýhafinn.

Arnór Smárason skoraði fyrra mark Íslands á 28. mínútu eftir góðan undirbúning Eiðs Smára Guðjohnsen.

Íslenska landsliðið var með þó nokkra yfirburði í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk. Arnór hefur átt flest færin en hann leikur í fremstu víglínu Íslands. Þetta var hans fyrsta mark í fjórum A-landsleikjum.

Eiður Smári Guðjohnsen kom svo Íslandi í 2-0 með marki beint úr aukaspyrnu á 47. mínútu.

Fylgst er með leiknum í beinni lýsingu á ksi.is.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×