Íslenski boltinn

KR mætir Fylki í úrslitum

Mynd/Daníel

KR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu með 3-2 sigri á Fram í Egilshöllinni. KR mætir Fylki í úrslitaleiknum en Fylkir lagði Fjölni í fyrri undanúrslitaleiknum í gærkvöld.

Óskar Örn Hauksson skoraði tvívegis fyrir KR í leiknum í kvöld og Guðmundur Pétursson einu sinni. Viðar Guðjónsson og Alexander Þórarinsson skoruðu fyrir Fram.

Í kvöld fór einnig fram úrslitaleikurinn í Soccarademótinu og þar unnu Þórsarar 1-0 sigur á grönnum sínum í KA í Boganum á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×