Innlent

Ásgerður sigraði á Seltjarnarnesi

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi sem fram fór í dag. Guðmundur Magnússon sem sóttist eftir oddvitasætinu hafnaði í öðru sæti. Alls greiddu 1090 atkvæði. Þetta er fyrsta prófkjörið sem fer fram vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí á næsta ári.

Ásgerður tók við sem bæjarstjóri í sumar þegar Jónmundur Guðmarsson var ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Ásgerður var forseti bæjarstjórnar 2002 til 2009.

1. Ásgerður Halldórsdóttir 707 atkvæði í 1. sæti

2. Guðmundur Magnússon 330 atkvæði í 1.-2. sæti

3. Sigrún Edda Jónsdóttir 450 atkvæði í 1.-3. sæti

4. Lárus B. Lárusson 552 atkvæði í 1.-4. sæti

5. Bjarni Torfi Álfþórsson 599 atkvæði í 1.-5. sæti

6. Þór Sigurgeirsson 636 atkvæði í 1.-6. sæti

7. Björg Fenger 521 atkvæði í 1.-7. sæti.

Á kjörskrá 1504. Atkvæði greiddu 1090 eða 72,5%. 33 atkvæðaseðlar voru auðir og ógildir.

Barbara Inga Albertsdóttir, formaður kjörstjórnar, segir að framkvæmd prófkjörsins hafi gengið afar vel.




Tengdar fréttir

Góð kjörsókn á Seltjarnarnesi

Fyrsta prófkjörið vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí á næsta ári fer fram í dag, en það eru sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi sem vilja í efstu sæti framboðslista síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×