Erlent

Svínsleg meðferð

Óli Tynes skrifar

Flest dauðsföll bandarískra hermanna í Afganistan verða þegar þeir lenda á vegasprengjum í brynvögnum sínum.

Herinn hafði áhyggjur af því að skotheld vesti sem hermennirnir eru klæddir í leiddi orku sprengjanna upp með líkama þeirra og upp í höfuð, sem yki líkur á heilaskaða.

Til að kanna þetta voru svín klædd í skotheld vesti og sett í brynvagna sem síðan voru sprengdir.

Rannsóknin leiddi í ljós að skotheldu vestin auka ekki líkur á heilaskaða. Hún leiddi einnig í ljós að vestir vernda lungu hermannanna.

Svín sem ekki voru í skotheldum vestum drápust einum eða tveim sólarhringum eftir sprengingarnar en þau sem voru í vestum lifðu af.

Talsmaður samtakanna Humane Society of the United States sagði í samtali við blaðið USA Today að það væri vissulega verðugt verkefni að reyna að vernda hermennina fyrir vegasprengjum.

Aðferðin sé hinsvegar aðfinnsluverð. Fólk er ekki svín, sagði hann.

Geoffrey Ling ofursti sem stýrði rannsókninni sagði á móti að svín væru heppileg tilraunadýr vegna þess að heilabú þeirra hjörtu og lungu væru svipuð og í mönnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×