Lífið

Bono kallar Chris Martin aumingja

Chris Martin og Bono
Chris Martin og Bono

Bono söngvari hljómsveitarinnar U2 sagði kollega sinn úr Coldplay, Chris Martin, vera aumingja í beinni útvarpsútsendingu hjá BBC á föstudag.

Bono var í viðtali vegna nýju plötu sveitarinnar en sveitin lék einnig efni af plötunni. Hann baðst síðar afsökunar á orðum sínum og afsakaði sig með því að viðtalið færi fram snemma morguns og hann væri mjög orðljótur að eðlisfari. Viðtalið fór fram rétt eftir hádegi.

Bono sagði síðar að Martin greinilega vera karakter sem virkaði mjög illa innan um annað fólk en væri frábær lagahöfundur.

Hljómsveitin lék á þaki BBC fyrir framan 5000 áhorfendur sem mættu á óvænta tónleika sveitarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.