Innlent

ESB eyðir meira í auglýsingar en Coca Cola

Ásmundur Einar í ræðupúlti.
Ásmundur Einar í ræðupúlti.

Evrópusambandið eyðir meiri pening í auglýsingakostnað á ári en frægasta vörumerki veraldar - Coca Cola.

Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, á þingi nú fyrir stundu en umræðu standa enn yfir vegna frumvarps um umsókn að Evrópusambandinu.

Alls eru sautján þingmenn á mælandaskrá í kvöld.

Í ræðu sinni sagði Ásmundur að hann hefði lesið grein í norsku blaði en greinarhöfundur tilheyrði systursamtökum Heimssýnar þar í landi sem setur sig alfarið á móti Evrópusambandinu.

Í þessari grein kemur fram að ESB eyðir 400-500 milljörðum á ári til þess að auglýsa samheldni sambandsins.

„Þetta slagar upp í Icesave!" hrópaði Ásmundur í púlti hneykslaður vegna kostnaðarins.

Hann sagði ennfremur að þetta sýndi styrk sambandsins og óttast að það vilji orkuauðlindi Íslendinga og það á viðkvæmasta tímapunkti þjóðarinnar. Ásmuni finnst ekki tímabært að Íslendingar sæki um aðild þar sem, eins og hann orðar það sjálfur: „Við erum búin að gera upp á bak."

Næstur á mælendaskrá er Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×