Lífið

Vill setja heimsmet á friðardeginum

Fallegur boðskapur Peter, sem er dansari hjá Íslenska dansflokknum, skipuleggur manngerða bylgju á degi friðarins.fréttablaðið/valli
Fallegur boðskapur Peter, sem er dansari hjá Íslenska dansflokknum, skipuleggur manngerða bylgju á degi friðarins.fréttablaðið/valli

„Mig langar að reyna að safna eins mörgum einstaklingum og ég mögulega get til að taka þátt í þessum gjörningi. Í heimsmetabók Guinness stendur að metið í öðrum eins gjörningi sé fjórtán hundrað manns og það væri gaman ef hægt væri að slá það met,“ segir Peter Andersson, dansari hjá Íslenska dansflokknum, sem skipuleggur sérstaka friðaröldu í tilefni alþjóðlegs friðardags.

Að sögn Peters er hugmyndin að safna fólki saman við Sæbraut og láta manngerða öldu ganga niður eftir götunni. „Vinur minn sendi mér upplýsingar um alþjóðlega friðardaginn á netinu og mér fannst hugsunin að baki deginum vera stórkostleg. Það er haldið upp á þennan dag víðs vegar um heiminn og mig langaði að taka þátt í því að dreifa friðarboðskapnum,“ segir Peter.

Nú þegar hafa um hundrað og fimmtíu manns boðað þátttöku sína í gjörningnum og að sögn Peters bætist ört í hópinn. „Því fleiri sem mæta, þeim mun betra. Ég er meira að segja tilbúinn til að koma á vinnustaði og sýna fólki hvernig á að gera ölduna,“ segir Peter brosandi. Alþjóðlegi friðardagurinn er haldinn 21. september og mun friðar­bylgjan fara fram klukkan 17.30 þann dag. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.