Reyndi að nauðga vinkonu dóttur sinnar - fékk 15 mánaða fangelsi 14. janúar 2009 15:27 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Karlmaður var í gær dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir tilraun til þess að nauðga vinkonu dóttur sinnar á heimili fjölskyldunnar. Sambýliskona mannsins varð vitni að tilrauninni, réðist að honum og lamdi í hausinn með bók. Hún hringdi síðan á lögreglu sem kom á staðinn. Maðurinn var margsaga í skýrslutöku hjá lögreglu en sagði í þeirri síðustu að hann hefði ekkert munað eftir atvikinu þar sem hann hefði verið mjög drukkinn. Lögreglan var kölluð að heimili fjölskyldunnar um átta leytið á sunnudagsmorgni í apríl á síðasta ári. Þá hafi sambýliskona mannsins tekið á móti lögreglu og sagst vilja mannin út úr húsinu. Við nánari athugun hafi komið í ljós að þrjár stúlkur, ásamt dóttur mannsins höfðu vaknað upp við að vinkona þeirra var að kalla á hjálp vegna þess að maðurinn var að áreita hana. Lögreglan kannaði aðstæður á vettvangi og hafði tal af þeim vitnum sem þar voru stödd. Stúlkurnar gistu allar í herbergi dótturinnar sem var á annarri hæð hússins en maðurinn gisti ásamt sambýliskonu sinn í herberginu við hliðina á. Á vettvangi var haft eftir sambýliskonunni að hún hafi vaknað kl. 8:10 þennan morgun og þá veitt því athygli að maðurinn hafi ekki verið við hliðina á henni í rúminu. Í þann mund hafi hún heyrt grátur og farið því fram úr og séð að rifa var á hurðinni á herbergi stelpnanna. Þá hafi hún heyrt ákærða segja: „Uss uss, á ég að meiða þig?" Hún hafi farið inn í herbergið og séð ákærða liggja á gólfinu við hlið stúlkunnar. Hafi hann verið með lófann fyrir munni hennar og nefi. Þá kvaðst sambýliskonan hafa séð að hann var búinn að losa belti hennar en stúlkan hafi haldið í buxur sínar. Sambýliskonan kvaðst hafa ráðist á ákærða og tekist að losa stúlkuna frá honum og síðan hringt í lögreglu. Á vettvangi sagði stúlkan að hún hafi vaknað við það er ákærði var að reyna að klæða hana úr buxunum. Hún hafi margbeðið hann að hætta þessu en þá hafi hann sýnt meiri hörku og sagt henni að hafa hljótt. Hún hafi orðið hrædd og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Skýrsla var einnig tekin af manninum á vettvangi sem sagðist hafa lagst við hlið stúlkunnar þegar hann kom heim um morguninn.Hann hafi haldið í fyrstu að hann væri við hlið konu sinnar. Hann hafi káfað á henni og hún látið vel af því til að byrja með en síðan ekki viljað meir. Þá hafi konan hans komið og barið hann í hausinn. Hann kveðst ekki muna eftir að hafa haldið um munn stúlkunnar eða hótað henni. Honum var þá kynntur framburður vitna um að hann hafi sagt stúlkunni að þegja ellegar hann myndi meiða hana. Ákærði svaraði því til að þetta hlyti að vera sannleikanum samkvæmt þótt hann muni ekki eftir því. Ákærði sagðist hafa byrjað að drekka strax eftir að hann kom úr vinnu um kl. 16:00 daginn áður. Hann hafi farið ásamt konu sinni í matarboð og þar hafi drykkjan haldið áfram. Um morguninn hafi hann verið búinn að drekka tæpan kassa af bjór og eina flösku af sterku áfengi. Sagðist hann hafa verið orðinn mjög drukkinn. Síðar breytti hann framburði sínum hjá lögreglu og sagðist ekkert muna eftir umræddu atviki. Auk fimmtán mánaða fangelsisdómsins var manninum gert að greiða stúlkunni 400.000 krónur. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Karlmaður var í gær dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir tilraun til þess að nauðga vinkonu dóttur sinnar á heimili fjölskyldunnar. Sambýliskona mannsins varð vitni að tilrauninni, réðist að honum og lamdi í hausinn með bók. Hún hringdi síðan á lögreglu sem kom á staðinn. Maðurinn var margsaga í skýrslutöku hjá lögreglu en sagði í þeirri síðustu að hann hefði ekkert munað eftir atvikinu þar sem hann hefði verið mjög drukkinn. Lögreglan var kölluð að heimili fjölskyldunnar um átta leytið á sunnudagsmorgni í apríl á síðasta ári. Þá hafi sambýliskona mannsins tekið á móti lögreglu og sagst vilja mannin út úr húsinu. Við nánari athugun hafi komið í ljós að þrjár stúlkur, ásamt dóttur mannsins höfðu vaknað upp við að vinkona þeirra var að kalla á hjálp vegna þess að maðurinn var að áreita hana. Lögreglan kannaði aðstæður á vettvangi og hafði tal af þeim vitnum sem þar voru stödd. Stúlkurnar gistu allar í herbergi dótturinnar sem var á annarri hæð hússins en maðurinn gisti ásamt sambýliskonu sinn í herberginu við hliðina á. Á vettvangi var haft eftir sambýliskonunni að hún hafi vaknað kl. 8:10 þennan morgun og þá veitt því athygli að maðurinn hafi ekki verið við hliðina á henni í rúminu. Í þann mund hafi hún heyrt grátur og farið því fram úr og séð að rifa var á hurðinni á herbergi stelpnanna. Þá hafi hún heyrt ákærða segja: „Uss uss, á ég að meiða þig?" Hún hafi farið inn í herbergið og séð ákærða liggja á gólfinu við hlið stúlkunnar. Hafi hann verið með lófann fyrir munni hennar og nefi. Þá kvaðst sambýliskonan hafa séð að hann var búinn að losa belti hennar en stúlkan hafi haldið í buxur sínar. Sambýliskonan kvaðst hafa ráðist á ákærða og tekist að losa stúlkuna frá honum og síðan hringt í lögreglu. Á vettvangi sagði stúlkan að hún hafi vaknað við það er ákærði var að reyna að klæða hana úr buxunum. Hún hafi margbeðið hann að hætta þessu en þá hafi hann sýnt meiri hörku og sagt henni að hafa hljótt. Hún hafi orðið hrædd og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Skýrsla var einnig tekin af manninum á vettvangi sem sagðist hafa lagst við hlið stúlkunnar þegar hann kom heim um morguninn.Hann hafi haldið í fyrstu að hann væri við hlið konu sinnar. Hann hafi káfað á henni og hún látið vel af því til að byrja með en síðan ekki viljað meir. Þá hafi konan hans komið og barið hann í hausinn. Hann kveðst ekki muna eftir að hafa haldið um munn stúlkunnar eða hótað henni. Honum var þá kynntur framburður vitna um að hann hafi sagt stúlkunni að þegja ellegar hann myndi meiða hana. Ákærði svaraði því til að þetta hlyti að vera sannleikanum samkvæmt þótt hann muni ekki eftir því. Ákærði sagðist hafa byrjað að drekka strax eftir að hann kom úr vinnu um kl. 16:00 daginn áður. Hann hafi farið ásamt konu sinni í matarboð og þar hafi drykkjan haldið áfram. Um morguninn hafi hann verið búinn að drekka tæpan kassa af bjór og eina flösku af sterku áfengi. Sagðist hann hafa verið orðinn mjög drukkinn. Síðar breytti hann framburði sínum hjá lögreglu og sagðist ekkert muna eftir umræddu atviki. Auk fimmtán mánaða fangelsisdómsins var manninum gert að greiða stúlkunni 400.000 krónur.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira